Monday, December 29, 2008

Jol i Monkey bay

Tetta er eins og paradis her i Chilombo, Monkey bay... eg veit ekki hvernig vid stollur faum takkad honum Stefani fyrir ad lana okkur husid sitt yfir hatidirnar. Tetta er svo mikill draumur og svo er pilturinn sem ser um husid hans alltaf hja okkur og adstodar okkur med allt milli himins og jardar, hann heitir Philip og er eins og engill i mannsmynd. Rosemin og gledin uppmalud alltaf. Hann er einstakur drengur, er tvitugur og olst upp i Chilombo. Hann tekur naminu sinu mjog alvarlega og aetlar ser ad verda accountant og eins og hann segir sjalfur
''Im going to be someone else".. en med tvi meinar hann ad hann vilji na lengra og svo vill hann hafa ahrif a aframhaldandi troun i Malavi. Allt se haegt ef viljinn er fyrir hendi. Stefan hefur kostad hann til nams a medan ad hann hefur i stadinn unnid fyrir hann a heimilinu. Sidan er greinilegt ad hann hefur haft god ahrif a hann og tad er yndislegt ad heyra hve bjortum augum tessi ungi madur litur lifid og hversu mikinn metnad hann hefur.

Tad eru yfirleitt tessir hlutir i lifinu sem gera tad svo dasamlegt... allar tessar sogur folks sem madur hefur fengid ad rekast a og kynnast. Her i Malawi er tad svo sannarlega eitt af tvi sem stendur upp ur. Eg finn ad hjartad gledst hvad mest inni i raunverulegu adstaedunum sem ekki endilega voru taer sem madur helt fyrirfram ad myndu kalla tau vidbrogd fram. En tad ad ferdast aftan a pallbil og fylgjast med folkinu lifa og hraerast i veruleikanum sinum, lita sidan a fagra natturuna allt i kring, brosa og fa bros fra okunnugum... tetta er oft tad sem hlyjar hjartarotunum hvad mest.

I dag er eg glod og takklat fyrir allar gjafir lifsins, hlakka til aramotanna, en eg held ad vid verdum i rolegheitunum bara eins og gamlar kellur. Nennum ekki neinu djammi- en su sena oll er eitthvad litid spennandi ad verda og ekki mjog uppbyggileg. Philip aetlar ad athuga hvort einhver kor sem hann tekkir til vilji koma i heimsokn til okkar a verondina og ta getum vid dansad adeins og gladst med teim... en svo er bara adalstemmingin ad njota lifsins, gera sma yoga, elda og borda dyrindis mat og lesa goda bok. Eg var ad hefja lestur bokarinn Karitas an titils og list alveg svakalega vel a. Eg flyst i huganum til Akureyrar og se fallega baejinn sem mer tykir svo vaent um fyrir mer... tad er svakalega god tilfinning:)

sendi aramotakvedjur til allra heima og takka allt gamalt og gott

Monday, November 24, 2008

Fila og flodhesta paradis

Vard as setja inn rosa stutta faerslu tar sem eg er ad fa samviskubit yfir tvi ad skrifa aldrei neitt inna tetta blessada blogg.
Vid piurnar vorum ad koma fra Liwonde national park, en tar nutum vid lifsins i fadmi fallegra dyra og forum i batsferd og skodudum hippo og fila. Batnum hvolfdi naestum tegar einn hippo-inn rolti inn i hann rett sisvona... sma adrenalin kikk en teir eru vist bysna grimmir og hardir i horn ad taka tegar kemur ad tvi ad vernda sin svaedi... held vid hefdum ekki verid i serlega godum malum ef baturinn hefdi verid orlitid lettari. En tetta bjargadist og natturulega alltaf gaman eftir a tegar ekkert alvarlegra gerist. Nu lifid er bara gott og blessad herna a tessum yndislega stad, en eg verd ad drifa mig aftur til madisi tar sem litla fotboltalidid mitt bidur tess ad starta aefingu kl.15. En vid erum ad fara ad keppa a midvikudagin tannig tad er eins gott ad aefa sem aldrei fyrr nuna. Tvi midur er tetta tvi ekki lengra ad sinni. Laet vonandi heyra fra mer fljott
bestu kvedjur
Ditta

Thursday, October 23, 2008

Leið um Lilongwe

Komin í stutta ferð til höfuðborgarinnar Lilongwe, en við þurftum að eiga lítið erindi við ráðamenn hjá samtökunum sem við vinnum fyrir. Það gekk allt eins og í sögu til allrar lukku og allir eru núna sáttari og skilja hvorn annan betur en áður - en góð og heilbrigð samskipti eru jú einstaklega mikilvæg ef vel á að ganga og við stöllur hér í Malaví ætlum að reyna að hafa það að leiðarljósi.

Við erum núna á Korea Garden Lodge sem er gistiheimili sem býður viðskiptavinum sínum upp á ókeypis netsamband á meðan á vist stendur... og er þetta semsé orðið nýjasta trikkið okkar til þess að geta verið langtímum saman á netinu og borgað tiltölulega litla upphæð fyrir ódýrasta herbergið sem er í boði. Þetta kemur ótrúlega vel út og bónusinn er að það er rosa fínn morgunmatur innifallinn að auki. "Those little things in life"

Það er nú orðið ansi langt síðan ég hef eitthvað getað bloggað, en síðustu fréttir voru þær að við vorum á leið til Monkey bay og var það svo sannarlega frábær ferð í alla staði. Það var einstaklega gaman að sitja í hjá þeim hjónum Stefáni Jóni og Guðrúnu og svo er bara svo fallegt þarna við Lake Malawi. Mikil náttúrufegurð og friður á þessu svæði og ætlum við án efa að leggja leið okkar þangað á meðan á dvöl okkar stendur. Við fórum einnig á tónlistarhátíð þarsíðustu helgi og síðustu helgi eyddum við í rafmagnslausri sveitasælu rétt fyrir utan höfuðborgina þar sem við vorum í keramik kennslu, lærðum chichewa og hefðbundna dansa. Þetta var fullkomin helgi og batteríin voru fullhlaðin þegar heim var komið.

Annars höfum við verið mjög glaðar og kátar heima í sveitinni okkar en síðustu vikur höfum við eytt miklum tíma með litlu krökkunum sem þar búa og safnast þau nú saman, um sjötíu talsins, og bíða okkar eftir hádegismatinn. Ég sé um að þjálfa strákana í knattspyrnu og Guðbjörg og Gunnhildur sjá um leiki fyrir hina krakkana sem eru piltar og stúlkur á aldrinum 2ja-13 ára. Þetta er rosa gaman og hefur glatt mitt hjarta meira en orð fá lýst, það er nefnilega ansi rólegt að gera á clinicinu, sérstaklega eftir hádegi, og þessi þróun hefur einhvernveginn gefið mér mikla lífsorku og ástæðu til að vakna á morgnanna. Bros og gleði þessara krakka er nokkuð sem er ekki hægt að útskýra með orðum. Upp úr þessu er að verða til lítið verkefni sem við ætlum að reyna að setja á fót sem í grófum dráttum byggist á því að reyna að byggja upp leikvöll, knattspyrnuvelli og fjárfesta í ýmsum aðbúnaði sem tengist íþróttum og leikjum fyrir þessa þakklátu krakka. Nú þetta hefur fengið góðan hljómgrunn hjá öllum okkar æðri mönnum hjá stofnuninni og við ætlum að setja fljótlega af stað söfnun en það gerum við með því að senda lítið fréttabréf til okkar vina og vandamanna. Það er svo gaman hvað svona hlutir gefa lífinu mikið gildi. Fyrsti leikur liðsins míns verður á morgun og þess vegna þarf ég að drífa mig aftur til Madisi á morgun og styðja við strákana mína:)

Annars er fyrsta ferðin okkar að verða loks að veruleika. Ég fer með medical officernum af stað í skólana fyrir norðan á sunnudagsmorgun að meta næringarástand og stelpurnar fara í suðrið með farandsheilsugæslunni. Við erum allar mjög spenntar fyrir þessu... enda búnar að bíða þess lengi að hefja smá vinnutörn... við erum náttúrulega alltaf pínku klikkuð og vinnusjúk við Íslendingarnir og erum við engin undantekning þess.

Það má því segja að það sé allt alveg svakalega gott að frétta héðan og erum við þegar farnar að ræða það að reyna að framlengja dvöl okkar... þetta er náttúrulega bara á umhugsunarstigi ennþá .. en við erum voða glaðar að vera hér og sleppa við allt kreppustandið heima.... það er líka allt svo hjákátlegt þegar maður eyðir hverjum degi með krökkum sem eru drulluskítug með hangandi fatagarma utan á sér, og sú staðreynd að konan sem sér um húsið sem þú býrð í fær 2000 ísl. krónur á mánuði og býr í tíu fermetrum. En auðvitað eru þetta bara ólíkir heimar og ekki réttlátt eða hægt að bera þetta saman. Ég er bara svo glöð að hafa fundið og sannreynt þá hugmynd sem ég hafði fyrir .. að þeir eru hamingjusamari sem minna eiga þar sem þeir lifa fyrir hvern dag og eiga auðveldara með að vera í núinu og gleðjast yfir litlu hlutunum. Ólíkt þeim sem hafa fyllt líf sitt veraldlegum gæðum sem því miður í einhverju meðvitundarleysi byrjar að stjórna lífi þeirra þar sem allt snýst um að eignast, þurfa og langa. Það verður samt óneytanlega spennandi að koma aftur heim þar sem kreppan mun vonandi hafa haft að einhverju leyti jákvæð áhrif á þjóðarsálina. "Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott" og er ég viss um að kreppan sé dæmi um það! Það er ástæða fyrir öllu.... ekki satt


Bestu kveðjur til allra... sérstaklega móður minnar hennar Sigríðar sem er að verða sjötug þann 24.okt en hún er einstök manneskja með eitt það fallegasta hjarta sem til er og var ég meira en lítið gæfusöm að fá að koma til hennar í þessu jarðlífi. Takk mamma og ég vona að þú sért að blómstra og lifa. Svo er það sénýið hann bróðir minn, Sigurður Haukur - hann verður fertugur þann 25.okt en hann er líka alveg magnað eintak af einsakling, hefur ávallt verið mikill verndari minn og reddar öllu fyrir alla ef hann mögulega getur. Takk fyrir allt og til hamingju með 110 árin saman. Knús til fjölskyldunnar á þessum skemmtilegu tímamótum! Elska ykkur

Læt þetta vera lokaorðin
mínar bestu kveðjur
Ditta

Friday, October 3, 2008

Á leið til Apaflóa í dag

Á leið til Apaflóa
Jæja góðir hálsar... þá er komið að því að blogga. Ég er alveg dottin úr æfingu þar sem það er ansi langt síðan ég hélt úti síðu sem þessari ...en það gerir þetta bara rosa spennandi. Hér í Malaví er mjög gott að búa um leið og það er mörgu að aðlagast. En síðustu þrjár vikur hafa flogið áfram um leið og mér finnst ég hafa verið hér í óratíma...en það er nokkuð týpískt í svona aðstæðum. Við stöllur tókum á móti þriðja hjúkrunarfræðingnum, henni Guðbjörgu í höfuðborginni síðastliðinn þriðjudag. Hún kom sigri hrósandi í mark, hafði reyndar verið tekinn af henni einn farmiðinn heim í flugvélinni frá Kenya en það reddaðist á flugvellinum í Lilongwe. Hún er alveg svaka hress og við skelltum henni beint í fjörið- fórum út að snæða með vinum okkar og kíktum á bar sem kallast Harry´s bar á eftir. Við kvöddum hana síðan morguninn eftir og héldum út í sveitina okkar á clinicið í Madisi, en hún Guðbörg verður í aðlögun núna í höfuðstöðvunum...þar sem mér skilst reyndar að hún hafi mjög lítið að gera. En eins og svo oft hefur verið minnst á í fréttum okkar héðan, þá gerast hlutirnir alveg ískyggilega hægt og það tekur tíma að aðlagast þessu tempói. En góðir hlutir gerast hægt og við minnum okkur á það í huganum nokkrum sinnum á dag. Plönin fyrir helgina eru að verða til en við hjúkku-tríóið ætlum að bregða okkur til Monkey bay þar sem Þróunarsamvinnustofnun er að vinna sín litlu kraftaverk og mögulega kynna okkur aðeins þau góðu verkefni . Það er einnig verið að kveðja einn starfsmann úr þeirra röðum og verða því allir saman komnir að því tilefni og það verður ábyggilega ekki leiðinlegt að hitta þann hóp.
Við fengum þær fréttir í dag að við fáum sennilega að fara með í skólaverkefni í norðurhluta landsins í lok október og erum við mjög spenntar fyrir því. Þá mælum við krakkana í bak og fyrir og metum næringarástand þeirra. Þetta er seinna mat af tveim, en verið er að meta áhrif þess að þau hafa verið að fá næringargraut í skólanum. Um leið á skimun sér stað þar sem krakkar sem er vannærðir eru fundnir og fá þá aukalega næringu til að bæta þeirra ástand. Þetta verður rúmlega vikulöng ferð og farið alla leið norður til Karonga sem er nálægt landamærunum við Tansaníu. Við gleðjumst mjög yfir þessu og hlökkum mikið til þess að fá loks að taka til hendinni, en það er ennþá mjög rólegt að gera á clinicinu okkar. Það er þó búið að ráðleggja okkur að njóta þess á meðan er rólegt þar sem það verður víst nóg að gera þegar farandheilsugæslan fer af stað. Við bíðum og sjáum til og erum þolinmæðin uppmáluð. Kyrrðin í sveitinni er mjög notaleg og hægt að gera ýmislegt sér til dundurs hér. Við nýttum ferðina til Lilongwe síðast og versluðum inn alls kyns nauðsynjar allt frá hitamælum (sem virka) að paracetamóli (sem hefur ekki verið til hingað til og við þegar búnar að láta af hendi allar okkar byrgðir af því góða verkjalyfi).
Það má því segja að ég sé hin glaðasta, smá niðurgangur öðru hverju á meðan meltingarvegurinn er að vinna upp ónæmi og slatti af moskítóbitum, mýs og rottur í hýbílunum og huge kakkalakkar á útikamarsholunni okkar er ekkert sem skiptir máli og er nokkuð auðvelt að aðlagast. Fallega sólarlagið, stjörnurnar, tunglið og öll brosin sem maður fær dag hvern bæta fljótt fyrir þessi smáatriði. Fyrir utan það hvað maður gleðst yfir því litla eins og að fá einn góðan kaffibolla endrum og eins þegar farið er miðsvæðis þegar í höfuðborgina er komið. Já það er svo sannarlega dásamlegt að vera komin hingað og fá tækifæri til þess að takast á við ný verkefni og þroskast.
Ég þakka fyrir allan hlýhug frá yndislegum vinum og ættingjum sem komið hafa í gegnum þennan ágæta miðil sem internetið er og sendi mínar bestu kveðjur heim og reyni að vera dugleg í þessu bloggstandi þegar við komumst í samband
Benedikta

Monday, September 29, 2008

Nýtt blogg

Kæru vinir

Alveg óvart þá einvhernvegin leiddist ég út í það að setja upp mína eigin bloggsíðu á meðan ég ramblaði á netinu ...gaman af því. Ég hef því miður ekki tíma núna til þess að segja frá neinu skemmtilegu héðan en það mun ég gera um leið og ég kemst á netið næst ... sem gæti orðið á morgun ef heppnin verður með mér

sendi mínar bestu kveðjur í bili og lofa að láta heyra í mér bráðlega

Benedikta